Snýst um gengi gjaldmiðla
Miðvikudagur, 11. apríl 2012
Ég skrifaði í gær um verðlagið í Svíþjóð og frétt Ríkisútvarpsins um að Norðmenn flykktust þangað til þess að verzla og væru þannig að kjósa Evrópusambandið með fótunum en ólíkt Svíum eru frændur okkar Norðmenn ekki þar innaborðs.
Eins og ég benti á verður að setja alla umræðu um verðlag í löndum í samhengi við kaupmátt fólks. Á sama tíma og Norðmenn fara til að verzla ódýrar í Svíþjóð hópast Svíar til Noregs til þess að fá vinnu og betri laun en í heimalandinu.
En fólksflutningarnir eru fleiri. Þannig hafa Danir um árabil einnig hópast til Svíþjóðar til þess að verzla ódýrar en heimafyrir. Danmörk er eins og Svíþjóð í Evrópusambandinu en danska krónan er hins vegar beintengd við gengi evrunnar ólíkt þeirri sænsku.
Sé framsetning Ríkisútvarpsins yfirfærð á Dani hlýtur sú ályktun að vera dregin að þeir séu með verzlunarferðum sínum til Svíþjóðar að kjósa með fótunum og lýsa yfir óánægju sinni með tengingu dönsku krónunnar við evruna.
Málið snýst fyrst og fremst um gengi gjaldmiðla. Á meðan sænska krónan hefur lækkað og þar með gert sænskar vörur samkeppnishæfari hefur gengi norsku krónunnar hækkað. Danska krónan hefur á sama tíma haldist tiltölulega há vegna tengingarinnar við evruna.
Höfundur: Hjörtur J. Guðmundsson http://sveiflan.blog.is/blog/sveiflan/entry/1233540/
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Danir flykkjast niður á grensann sem þeir kalla svo, landamæri Þýskalands til að kaupa sér bjór og sigarettur. Þetta hefur ekkert með ESB að gera eins og þú bendir á heldur gengi í hverju landi fyrir sig.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.4.2012 kl. 10:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.