Ögmundur við ætlum EKKI á hnén. ESB umsókninni er sjálfhætt.
Fimmtudagur, 12. apríl 2012
Ögmundur Jónasson spyr hvort við ætlum á hnén? Nei við ætlum ekki á hnén, en því miður eru samstarfmenn hans í ríkisstjórn á því að við eigum að fara á hnén. Þeir eru margir löngu komnir á hnén og líkar það vel að virðist vera. Þeir hafa einhverja aðra sýn sem þeim líkar svo vel! Nú þarf Ögmundur að standa í lappirnar og framkvæma það sem hugurinn og hjartað segir honum að gera. Ekkert er merkilegra en að standa með þjóð sinni og sjálfstæði hennar þegar á reynir. Ólafur Ragnar gerði það í Icesavemálinu og uppskar fyrirgefningu hverra þeirra synda sem hann átti að hafa gert. Í þessu máli er ekkert sem heitir að ná saman um stríðandi fylkingar. Finna lausn sem allir geta sætt sig við. Þetta er ekki flóknara en að annars vegar erum við að ganga í ESB og hins vegar viljum við það ekki, sama hvað samningurinn segir. Stjórnmálamenn þurfa að taka hreina afstöðu í þessu máli og hætta að skýla sér á bak við loðin orð til að hanga lengur í embætti. Þjóðin var ekki spurð hvort hún vildi í þessar viðræður heldur var umsókninni lætt í gegnum alþingi í krafti meirihluta fólks sem kaus samkvæmt sannfæringu sinni, ekki stefnu flokks síns. Trúlega voru og eru margir enn í vitlausum flokkum! Óneitanlega kemur persónukjör upp í hugann og hvort það væri ekki heiðarlegra! Þá vissum við alla vega fyrir hvað fólk stendur, því ekki stoðar lengur að lesa stefnu flokkanna og treysta því að flokksmenn velji frambjóðendur fari að vilja þeirra!
Það eina rétta í stöðunni nú er að afturkalla umsóknina með tilkynningu frá stjórnvöldum. Það má þess vegna leggja hana til hliðar þar til úr Icesave málinu verður skorið. En heiðarlegast af öllu væri að þakka bara pent fyrir okkur, og segja nei takk, þetta hentar okkur ekki að sinni. Snúa okkur hér að uppbyggingu, atvinnusköpun og frelsi fólks til athafna og nýsköpunar. Nóg er af tækifærum það þarf miklu frekar að virkja fólk til þess að þora af stað með hugmyndir sínar og grípa tækifærin í því árferði sem nú ríkir. Óvissa er ekki góð fyrir neinn rekstur hvorki fyrirtæki né heimili. Heimilin geta ekki verið án fyrirtækjanna og öfugt. Ríkið getur heldur ekki verið án fyrirtækjanna og heimilanna.
Þetta er það Ísland sem við þekkjum og við viljum bara fá að njóta þess aftur og halda áfram að búa hér á þessu fallega náttúru Fróni.
Við eigum gnægtir af öllu, bara ef við kunnum að fara með þessar gnægtir og nýta þær skynsamlega en ekki í skyndigróða andartaksins.
Höfundur: Vilborg G Hansen
Segir ESB vilja Íslendinga niður á hnén | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Athugasemdir
Góð grein og algjörlega sammála þér Vilborg.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.4.2012 kl. 10:09
Ögmundur er á hnjánum frammi fyrir Jóhönnu.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 12.4.2012 kl. 10:35
Það geri ég svo sannarlega líka.
Helga Kristjánsdóttir, 12.4.2012 kl. 12:53
Góð grein og mikið sammála henni.
Ragnar Gunnlaugsson, 13.4.2012 kl. 06:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.