Færi aldrei fyrir dómstóla?
Föstudagur, 27. apríl 2012
Einhverjir sem studdu Icesave III samningana og jafnvel samningana sem gerðir voru á undan þeim hafa að undanförnu viljað meina að andstæðingar samninganna hafi haldið því fram í aðdraganda þjóðaratkvæðisins fyrir ári að Icesave-málið færi aldrei fyrir dómstóla ef samningunum yrði hafnað.
Þetta er þó ekki rétt. Það var einmitt kallað eftir því af þeim að farin yrði svonefnd dómstólaleið. Allajafna var ekki gert ráð fyrir öðru en að málið færi þá leið yrði samningunum hafnað og þá ekki sízt í ljósi þess að Eftirlitsstofnun EFTA hafði þegar hótað málssókn fyrir EFTA-dómstólnum.
Hins vegar var því haldið fram að ef niðurstaðan fyrir EFTA-dómstólnum yrði Íslendingum óhagstæð þá væri afar ólíklegt að Bretar og Hollendingar létu af því verða að fara í skaðabótamál gegn íslenzka ríkinu sem reka þyrfti fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur sem er varnarþing ríkisins.
Það eru þessi tvö dómsmál sem einhverjir hafa verið að rugla saman.
Höfundur: Hjörtur J. Guðmundsson http://sveiflan.blog.is/blog/sveiflan/entry/1233971/#commentsMeginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Athugasemdir
Evrusinnar reyna allt til að ómerka málflutning fólks sem vill halda í sjálfstæði þjóðarinnar. Þar er allt notað.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.4.2012 kl. 09:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.